Hinn dæmigerði vændiskaupandi á Íslandi er íslenskur karlmaður um fertugt sem kaupir vændi af erlendri konu. Samkvæmt úttekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru 94% þeirra sem lögreglan hefur staðið að verki við vændiskaup íslenskir karlmenn. Hin 6 prósentin eru erlendir karlmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík.
Þeir sem stunda vændi hérlendis eru hins vegar mestmegnis erlendar konur og koma sumar þeirra hingað gagngert til að stunda vændi. Mikil fjölgun var í skráðum kynferðisbrotum hjá lögreglunni í maí en hún er að mestu leyti rakin til átaks lögreglunnar gegn mansali og vændi.