fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Lekandi og sárasótt sækja áfram í sig veðrið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust 727 einstaklingar með klamydíusýkingu, þar af 329 karlar og 398 konur. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Embættis landlæknis.

Þá greindust 56 einstaklingar með lekanda á sama tímabili, 49 karlar og 7 konur, og 19 með sárasótt, 17 karlar og tvær konur.

„Athygli vekur að lekandi og sárasótt halda áfram að sækja í sig veðrið og greinast einkum hjá karlmönnum. Eins og áður hefur verið bent á eru þessir kynsjúkdómar frábrugðnir klamydíu hvað varðar kynjahlutfall en konur eru í meirihluta sem greinast með klamydíu,“ segir í frétt Farsóttafrétta.

„Ef árangur á að nást til að draga úr fjölda kynsjúkdóma þarf að fækka rekkjunautum, nota smokka við kynmök, leita sem fyrst til læknis við grun um kynsjúkdóm svo hægt sé að hefja meðferð sem fyrst og stytta þannig þann tíma sem viðkomandi er smitandi. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma.“

Þá kemur fram að níu einstaklingar hafi greinst með HIV-sýkingu, þar af sjö karlar og tvær konur. Allir þessir einstaklingar eru af erlendu bergi brotnir. „Klamydíusýkingar eru með lægra móti um þessar mundir miðað við árin á undan og HIV-sýkingar greinast einkum meðal útlendinga. Margir af þeim sem greinast við komuna til landsins eru með þekkta HIV-sýkingu og eru þegar komnir á meðferð áður en þeir koma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum