Banaslys varð á Innstrandarvegi, skammt frá Hólmavík, síðdegis í gær. Í skeyti frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að slysið hafi orðið með þeim hætti að bifhjóli var ekið aftan á bifreið. Ökumaður bifhjólsins slasaðist mikið og lést stuttu síðar.
„Ekki er hægt að greina frá nafni ökumannsins að svo stöddu. Lögreglan á Vestfjörðum annast rannsókn málsins í samvinnu við Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom einnig á vettvang vegna rannsóknar málsins.“