fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Engar aðgerðir hjá KÍ vegna dómsins yfir Jóni Inga – Situr í umboði þeirra sem kusu hann en ekki forystunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki Kennarasamband Íslands né Félag grunnskólakennara hafa gripið til aðgerða vegna dóms yfir formanni Kennarafélags Reykjavíkur, en hann var í vikunni dæmdur fyrir skattsvik í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, var fundinn sekur um að hafa ekki gefið upp til skatts rílega 110 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2009 og þar með svikið undan skatti um 11 milljónir króna.

Jón Ingi benti á í samtali við DV í vikunni, og í Facebook-færslu, að dómur héraðsdóms væri ekki hinn endanlegi úrskurður í málinu, Landsréttur ætti eftir að kveða upp sinn dóm (og mátti af orðum hans ráða að málinu yrði áfrýjað þangað). Enn fremur benti Jón á að íslenska ríkið hefði verið gert afturreka með sambærilega úrskurði af Mannréttindadómstóli Evrópu. Jón Ingi heldur því fram að hinar meintu fjármagnstekjur sem honum var gefið að sök að hafa ekki getið upp til skatts hafi ekki verið raunverulegar tekjur.

Engin viðbrögð frá Félagi grunnskólakennara

DV hafði samband við Þorgerði Laufey Diðriksdóttur, formann Félags grunnskólakennara, í fyrradag, en Kennarafélag Reykjavíkur er stærsta aðilarfélagið að FG. Þorgerður vildi þá ekki tjá sig um málið símleiðis þar sem það væri svo nýkomið upp. FG hefur hins vegar ekki heldur svarað skriflegri fyrirspurn DV um málið og DV hefur ekki náð í Þorgerði í dag.

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, segir hins vegar að Jón Ingi sitji í umboði þeirra sem kusu hann, þ.e. félagsmanna, en ekki kennaraforystunnar. Ragnar Þór segir í svari sínu við fyrirspurn DV:

„Þegar málið kom upp skoðaði ég regluverk Kennarasambandsins vandlega. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að hinar lýðræðislegu leikreglur séu afdráttarlausar. Einstakir formenn innan aðildarfélaga sitja í umboði þeirra sem kusu þá en ekki forystunnar. Mér skilst að allskyns sviðsmyndir af þessum toga hafi verið ræddar í aðdraganda þinga KÍ í gegnum tíðina en að þessi sé niðurstaðan til að tryggja ákveðin lýðræðisleg heilindi og valddreifingu.“

Heitar umræður hafa verið um málið í umræðuhópi kennara á Facebook og þykir þar mörgum ótækt að maður með dóm á bakinu sé forystumaður í kennarafélagi og eigi sæti í samninganefnd kennara. Um þetta segir Ragnar Þór:

„Þú segir að málið sé nú rætt í hópum kennara. Það er gott. Það er einmitt kennaranna á gólfinu að hafa skoðanir á málinu, ræða það og ígrunda enda eru kennararnir hinir eiginlegu umbjóðendur formanna. Mikilvægur hluti lýðræðisins er síðan að kjörnir fulltrúar taki mark á kjósendum sínum og samvisku sinni. Þing Kennarasambandsins eru síðan hinn eiginlegi félagslegi vettvangur til frekari umræðu mála sem þessara þar sem grundvallaratriði eru vegin og metin og rædd að niðurstöðu. Það er síðan forystunnar á hverjum tíma að standa vörð um hina lýðræðislegu niðurstöðu þinga eins og hún birtist í lögum sambandsins.“

Sjá einnig:

Jón Ingi bregst við dómi og fréttaflutningi

Jón Ingi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að borga tæplar 20 milljónir í sekt

Skattsvikarinn Jón Ingi er formaður Kennarafélags Reykjavíkur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“