fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ólga í MR: Meintir eineltisgerendur látnir meta samskiptahæfni kennarans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2019 11:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex fastráðnum kennurum var sagt upp við MR í vor og fimmtán lausráðnir kennarar fengu ekki áframhaldandi starfssamning. Undanfari uppsagnanna var starfshæfismat sem lagt var á alla kennara skólans, í þremur þáttum, þar sem menntun vó 40%, starfsreynsla 30% og aðrir þættir, flestir huglægir, mynda 30%. Þær Sigríður Helga Sverrisdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir telja að stjórnendur skólans hafi notað þennan síðasta hluta matsins til að draga niður þá kennara sem þeim er persónulega í nöp við, eða hafa dirfst að gagnrýna stjórnunarhætti í skólanum, og þessi vinnubrögð geri matið að skrípaleik. Nokkrir undirliðir eru undir þessum þriðja lið, þar á meðal samskipti og samvinnuhæfni. Sigríður Helga bendir á að þar séu kennarar sem hún sakar um einelti látnir leggja mat á samskiptahæfni hennar, auk stjórnenda sem hafi ráðist harkalega að henni.

„Þetta fólk er allt vanhæft til að leggja mat á samvinnuhæfni mína; þarna eru samkennarar úr enskudeildinni sem lögðu mig í einelti og rektor og konrektor sem reyndu að bola mér frá störfum í haust,“ segir Sigríður Helga en hún kom illa út úr þessum undirlið. Einnig kom hún illa út úr undirlið sem kallast „Viðmót og þjónusta“. Hún telur þar vera um hreinan tilbúning að ræða.

„Við hverja töluðu þau eiginlega þegar þau könnuðu viðmót mitt og þjónustulund? Ég gæti nefnt marga nemendur og samstarfsmenn sem bera mér vel söguna hvað þetta varðar.“ Enn einn undirliðurinn er kennslumat nemenda en þar segist Sigríður Helga hafa verið í meðallagi. „Ég tel að 16 til 17 ára nemendur hafi varla þroska til að meta hæfni kennara og hef horft upp á hvernig þessar kennslukannanir eru notaðar af sumum nemendum til að kvarta undan kennurum sem þeim þykja vera of strangir,“ segir Sigríður Helga.

Sigríði Helgu Sverrisdóttur var sagt upp störfum við MR í vor í kjölfar langvinnra átaka. Lindu Rós Michaelsdóttur var gert að fara á eftirlaun.

Þessi frétt er brot úr lengra viðtali við þær Sigríði Helgu og Lindu Rós sem birtist í prentútgáfu DV í dag þar sem þær fara yfir þær ólgu sem þær telja vera í MR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“