fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Stefán Einar: Er Fjármálaeftirlitið gagnslaust? „Þá er aðeins eitt að gera, leggja hana niður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef Fjármálaeftirlitið spyrnir ekki við fótum og kemur í veg fyrir að fjórum af átta stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði vikið frá störfum að ástæðulausu er engin ástæða til að sameina stofnunina Seðlabanka Íslands. Þá er aðeins eitt að gera, leggja hana niður.“

Þetta segir Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, í pistli sínum í ViðskiptaMogganum í dag. Þar fjallar hann meðal annars um Fjármálaeftirlitið og þá  ákvörðun stjórnar VR að afturkalla umboð þeirra sem VR tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ástæðan var sú að stjórn sjóðsins ákvað að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána. Fóru þeir úr 2,06 prósentum í 2,26 prósent, örfáum dögum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti.

Þessi afskipti Ragnars og VR vöktu talsverða athygli og kallaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, eftir því að Fjármálaeftirlitið myndi kanna lögmæti þessari inngripa VR. Stefán Einar gerir slíkt hið sama og segir að mál VR og Ragnars Þórs sé ákveðinn prófsteinn á Fjármálaeftirlitið.

„Á ráðstefnum og í ársskýrslum tala forsvarsmenn FME um mikilvægi góðra stjórnarhátta. Línur varðandi þá eru lagðar í lögum og Viðskiptaráð gefur enn fremur út leiðbeiningar um hvernig útfæra megi þá með nákvæmari hætti. Góðir stjórnarhættir eru taldir til mikilvægustu þátta á markaði og að án þeirra rýrni traust til viðskiptalífsins. Meðal þess sem góðir stjórnarhættir eiga að tryggja er að þeir sem hafi umboð til að stjórna geri það í raun – ekki skuggastjórnendur sem tosi í spotta þegar þeim þykir henta.“

Stefán Einar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið hafi vitnað um það hversu hættulegt fyrirbæri skuggastjórnun er. Sporna þurfi við henni var sem því verður við komið.

„Það gengur ekki að verkalýðsforingjar í ójafnvægi nýti sér múgsefjun og villandi málflutning til þess að hrekja á braut stjórnarmenn í stærsta lífeyrissjóði landsins. Þar hefur Fjármálaeftirlitið raunverulegu hlutverki að gegna. Fyrrnefnt mál er prófsteinn á hvort það reynist með öllu gagnslaust eða hvort ástæða sé til að hætta fjáraustri til reksturs þess upp á milljarða króna á ári hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum