fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

„Við fundum enga andúð fyrir þær sakir að við værum Vesturlandabúar“

Ari Hermann Oddsson og Haukur Lúðvíksson hlupu nýverið maraþon í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu

Kristín Clausen
Föstudaginn 21. apríl 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólkið þarna var mjög indælt og ekki að sjá að það liði einhvern skort. Þvert á móti.“ Þetta segir maraþonhlauparinn Ari Hermann Odsson sem er nýkominn heim frá Norður-Kóreu þar sem hann hljóp, ásamt Hauki Lúðvíkssyni og Almari Erni Hilmarssyni, 42 kílómetra í Pyongyang-maraþoninu þann 9. apríl síðastliðinn. Ari Hermann og Haukur hittu blaðamann DV yfir hádegisverði í vikunni og ræddu upplifun sína af þessu umdeildasta alræðisríki veraldar.

Ekki á móti Vesturlandabúum

Haukur segir að áður en hann heimsótti landið hefði hann talið að Norður-Kóreumönnum væri mjög illa við Suður-Kóreumenn. „En svo er ekki. Þeir vilja sameina ríkin aftur og segja að í Kóreu allri búi um það bil 80 milljónir. Norðan megin búi um það bil 30 milljónir og 50 milljónir sunnan megin.“

Þá segir hann að leiðsögumenn þeirra hafi aldrei talað illa um nágranna sína í suðri og þeir hafi tekið sérstaklega eftir því hvað þeir voru kurteisir við bandaríska ferðamanninn sem var með þeim í hópferðunum.

„Við fundum enga andúð fyrir þær sakir að við værum Vesturlandabúar. Það eina sem Norður-Kóreumönnum er illa við er heimsvaldastefna Bandaríkjanna, ekki fólkið. Þeim var mikið í mun að láta það koma í ljós.“

Almar Örn,  Ari Hermann og Haukur fyrir hlaupið.
Þrír fræknir Almar Örn, Ari Hermann og Haukur fyrir hlaupið.

Mynd: Haukur Lúðvíksson

Ari kveðst hafa tekið sérstaklega eftir því hvað Norður-Kóreumenn virðast agaðir. „Það er enginn hokinn í baki. Þeir ganga um teinréttir og eru mjög vinnusamir. Alls staðar var fólk að vinna. Þetta er mjög frumstætt samfélag miðað við okkar. Enda kommúnista- og einræðisríki. Fólkið úti í sveitunum var til dæmis ekki með nýtísku traktora og þeir sem voru í steypuviðgerðum voru ekki með flottar vinnuvélar heldur létu sér nægja einfaldar múrskeiðar. Þetta var eins og að vera kominn áratugi aftur í tímann.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið