fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Stórkostleg veiðiferð

Gunnar Bender
Föstudaginn 21. júní 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta var stórkostleg ferð og gaman að veiða þarna,“ sagði Gunnar Helgason í samtali við Veiðipressuna en hann var þá nýkominn úr veiðiferð í Eystri Rangá og veiddi stærsta laxinn þetta sumarið í ánni.

,,Undirbúningurinn var stórfenglegur en þeir Hjalti Þór Þorkelsson og Ríkarður Hjálmarsson gáfu ómetanleg ráð og nákvæmar leiðbeiningar í gegnum síma auk þess sem þið hérna á Veiðidellan komu með mörg góð ráð. Það sem var kannski erfiðasta ráðið var að ég varð að veiða hægt. Það er í fyrsta sinn sem betri helmingur Veiðikofans gerir það. Eða eins og Rikki sagði: Þú verður að bíða, bíða, bíða og þegar þú heldur að flugan sé komin að bakkanum þá bíðurðu aðeins lengur og þá máttu strippa … hægt! Ekki veiða eins og þú gerir venjulega!

Hann bætti reyndar við að það ætti að veiða stútana á sleppitjörnunum, eða sko þar sem rennur úr þeim í ána. Enda skipti það engum strippum að á fyrsta staðnum sem var reyndur – Skollatanga – tók smálax rétt fyrir neðan svona stút og það á ökkladjúpu vatni. Eins gott að ég var með sökkenda með mesta mögulega sökkhraða. 🙂 Hann djöflaðist eins og hann héldi að ég ætlaði að drepa sig … sem var reyndar hárétt ályktun hjá honum og tókst fljótlega að hrista sig af tvíkrækjunni.

Núnú … ráðgjafarnir höfðu báðir minnst á Tóftarhyl, eða neðri Tóftarhyl … eða sko alveg neðst í honum. Svæðis félagarnir frá Akranesi höfðu líka haft veður af þessum stað og fengu 81 cm hrygnu á appelsínugula Frances keilu fyrr um morguninn. Ég hafði skrifað heila ritgerð um þennan hyl eftir samtalið við Hjalta og renndi yfir hana áður en ég skellti bleikum Bismó í hylinn. Og það var eins og við manninn mælt: Ekkert gerðist.
Þá ákvað ég að lesa ritgerðina aðeins betur og sá að ég hafði misskilið hana gersamlega. Ég skellti því appelsínugulri Kröflu á línuna og í þetta sinn gerði ég allt rétt. Veiddi alveg niður á brot og var í zeninu mínu. Köstin voru ömurleg vegna hávaðaroks en mér var sama. Því ég var með innri ró, sem er eitthvað sem verri helmingur Veiðikofans þekkir ekki! Flugan fór einhvern veginn út og línan rétti úr sér á endanum.

Og þá gerðist það!

Setjið ykkur í mín spor. Í vatni upp að nafla, 20 metrar á sekúndu, sól og grjóthörð vissa um að það sé fiskur að fara að taka.
Ég kláraði rennslið þangað til línan var liðið lík fyrir neðan mig. Þá dró ég rólega inn og … það var gripið í. En sleppt. Ég dró aftur inn … rólega. Og það var aftur gripið í. Ég kippti á móti. Lyfti stönginni! Ekkert. Enginn fiskur. Andskotinn (sagði ég sko). Og lét stöngina falla. Jafnaði mig á sekúndubroti (zenið, muniði) … og lyfti henni aftur til að fara í næsta kast. Og þá var bara allt fast. Ég var kominn á of dautt vatn og flugan föst í botni! Andskotinn aftur! (Sagði ég aftur).

Ég rykkti í. Og botninn rykkti á móti. Og það var svona frekju-rykkur. Láttu-mig-vera-rykkur. Og hann var á! Og hann var vel tekinn. Ég leiddi hann eins og leikskólabarn upp á eyrina sem er þarna 50 metrum ofar og þá tók við smá barningur. Pauf og puð. Og þá áttaði ég mig á því að þetta var alvöru fiskur. Korteri síðar strandaði 95 sentimetra hængur á eyrinni. Eða sko ég vissi það ekki þá því ég hafði gleymt málbandinu heima. En skömmu eftir að ég kom fiskinum í klakkistuna kom spænsk senjóríta, Veronica, akandi. Hún var í sinni daglegu tjaldaskoðun. Hún er sko að stúdera tjalda fyrir Háskólann. Hún var með málband og tók myndir. Svo bað úhn mig að giftast sér en ég sagði bara því miður, ég er harðgiftur, sko.

,,Já, þau eru mörg ævintýrin sem gerast á árbakkanum!Þetta er næststærsti fiskur sem ég hef fengið og þetta var geggjað,“ sagði Gunni Helgason verulega hress með veiðitúrinn og vinna við Veiðikofann er komið á fleygiferð.“

Veiðin í Eystri Rangá hefur verið góð það sem af er, eiginlega frábær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins