fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Erik Hamren: Eins og að fá högg í andlitið

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var gríðarlega ánægður með leikmennina í kvöld eftir sigur á Tyrkjum.

Ísland hafði betur 2-1 á Laugardalsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM.

Hamren ræddi við RÚV eftir leikinn og segist vera mjög stoltur af sínum mönnum og þeirra frammistöðu.

,,Ég er svo ánægður og stoltur. Við spiluðum virkilega góðan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Hamren við RÚV.

,,Í fyrri hálfleik átti staðan að vera 3-0 en svo skora þeir og það var eins og að fá högg í andlitið.“

,,Við héldum samt áfram og unnum virkilega vel saman sem lið. Við spiluðum klókt í seinni hálfleik. Við vildum fá þessi sex stig og nú stöndum við hér með þessi sex stig.“

,,Það er svo mikilvægt að vinna heimaleikina. Nú erum við með níu stig líkt og Tyrkland og ég býst við að Frakkland hafi unnið Andorra.“

,,Nú erum við í góðri stöðu fyrir haustið en ég er mjög ánægður og stoltur af leikmönnunum .“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra