fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Erik Hamren dolfallinn yfir Kolbeini á skotæfingu: „Það voru gæði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það hefur verið gott að sjá hann,“ sagði Erik Hamren um stöðu Kolbeins Sigþórssonar, framherja íslenska landsliðsins.

Hlustaðu hér á ítarlegt viðtal við Kolbein, þar sem hann gerir upp feril sinn. hingað til

Kolbeinn er að komast á fullt eftir erfið meiðsli, hann hefur æft að krafti í tvo mánuði og komið við sögu í tveimur leikjum með AIK.

Það heyrast jákvæðar fréttir af Kolbeini úr herbúðum landsliðsins, á skotæfingu í gær virtist Kolbeinn, sem íslenska þjóðin man svo vel eftir, hafa verið í stuði.

,,Hann leggur á sig og spilar, við vorum með skotæfingu undir lok síðustu æfingar. Þú sérð fyrirliðann brosa (Aron Einar), það voru gæði,“ sagði Hamren sem virkaði dolfallinn þegar hann rifjaði upp gæði Kolbeins.

,,Við sjáum hvað gerist, hann lítur vel út. Áhættan var að sjá hvort hann væri í formi, að hann væri ekki meiddur. Það hefur litið vel út, við sjáum svo eftir leikina. Hann hefur litið vel út á æfingum, það er gott skref.“

Hlustaðu hér á ítarlegt viðtal við Kolbein, þar sem hann gerir upp feril sinn. hingað til

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld