fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Víðir skrifar um áhyggjur og strákana okkar:„Áhyggjur að liðið sé að verða of gamalt“

433
Föstudaginn 7. júní 2019 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar um áhyggjur af íslenska landsliðinu í fótbolta. Liðið mætir Albaníu í undankeppni EM á morgun.

Liðið mætir svo Tyrklandi á þriðjudag en ekki er uppselt á leikina, það er langt síðan að ekki var uppselt á keppnisleik hjá strákunum okkar, þjóðin hefur elskað þá í mörg ár.

Slæm úrslit síðasta árið virðast hafa orsakað það að áhuginn á liðinu er minni en áður, af því hefur Víðir áhyggjur.

,,Áhyggj­ur. Þetta er hálf­gert lyk­il­orð í aðdrag­and­an­um að lands­leikj­un­um við Alban­íu og Tyrk­land í undan­keppni EM karla í fót­bolta sem fram fara á morg­un og þriðju­dag í Laug­ar­dal.
Áhyggj­ur yfir því að ekki verði upp­selt. Í seinni tíð hef­ur Laug­ar­dalsvöll­ur verið troðfull­ur á flest­um leikj­um karla­landsliðsins, enda þótt ekki séu mörg ár síðan það þótti fínt að fá fimm til sex þúsund manns á lands­leiki.,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.

,,Áhyggj­ur yfir því að það verði erfitt að skora mörk í fjar­veru Al­freðs Finn­boga­son­ar og með Kol­bein Sigþórs­son og Jón Daða Böðvars­son ný­stigna up­p­úr meiðslum.“

,,Áhyggj­ur yfir því að neist­inn í landsliðsmönn­un­um okk­ar sé ekki leng­ur til staðar, þeir séu kannski orðnir sadd­ir eft­ir að hafa kom­ist bæði á EM og HM.“

,,Áhyggj­ur yfir því að landsliðið okk­ar sé að verða of gam­alt og end­ur­nýj­un­in of hæg.“

,,Eru þetta ekki óþarfa áhyggj­ur? Ég held að okk­ar menn séu klár­ir í slag­inn. Þeir ætla sér á EM 2020 og sig­ur á morg­un kæmi þeim bet­ur á sporið. Og fyr­ir þá sem hafa áhyggj­ur af því hvort Laug­ar­dalsvöll­ur­inn verði full­ur eða ekki þá sér veðrið til þess að fylla hann end­an­lega á morg­un og sig­ur í leikn­um til að fylla hann á þriðju­dag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld