Hvirfilbylir fóru í nótt yfir víðs vegar um Bandaríkin, en þeir voru sérstaklega áberandi í fylkjunum Indiana og Ohio. Sem betur fer er talið að enginn hafi látið lífið né slasast alvarlega. Samt sem áður ollu hvirfilbylirnir miklum skemmdum, til dæmis á húsnæði og öðrum eigum íbúa fylkjanna.
Íslandsvinurinn Trina Krieger á heima í Indiana-fylki. Húsið hennar varð fyrir miklum skemmdum þegar risastórt tré féll ofan á það og olli miklum skemmdum. Trina meiddist á baki en hún hefur samt gefið út á Facebook að hún sé heil á húfi.
Trina heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum í skólaferðalagi, en í ferðinni kynntist hún nokkrum íslenskum ungmennum.
Hér má sjá myndir sem Trina setti á Facebook-síðu sína.