fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Kolbeini misboðið:„Leikhús fáranleikans hefur hér náð nýjum hæðum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, var ekki skemmt í nótt þegar þingmenn Miðflokks sökuðu forseta Alþingis um að virða ekki hvíldartíma gagnvart starfsmönnum þingsins með því að halda þingfundi áfram á nóttunni.

Þingmenn Miðflokksins eru í málþófi til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Með málþófi koma þeir í veg fyrir að þetta umdeilda mál fari í atkvæðagreiðslu en tefur að sama bragði fyrir öðrum málum.

Í nótt undir dagskrárliðnum, fundarstjórn forseta, gagnrýndu Miðflokksmenn að fundi væri haldið áfram alla nóttina. Þetta væri greinilega gert í þeim eina tilgangi að þreyta Miðflokksmenn en samtímis væri það að neyða aðra starfsmenn Alþingis til að vera við vinnu og þar með væri brotið gegn lögbundnum hvíldartíma þeirra.

Þá misbauð Kolbeini Óttarssyni Proppé, sem tók þá sjálfur til máls á þingi og var kærkomin tilbreyting frá annars einsleitum mælendalista næturinnar.

„Þetta leikhús fáránleikans hefur hér náð nýjum hæðum. Ég held að háttvirtir þingmenn Miðflokksins, sem hafa haldið hér þinginu í þessum umræðum, fram á nætur dag eftir dag, ættu að skammast sín fyrir að draga núna starfsfólk Alþingis, sem hefur þurft að hlaupa eftir þeirra duttlungum, inn í þessa umræðu.

Í hvaða sandkassaleik erum við forseti? Við erum á Alþingi Íslendinga þar sem við ræðum um mál og náum fram lýðræðislegum vilja með atkvæðagreiðslu. Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband