fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Ljósi varpað á skuggalega fortíð Elvis – Sagður vera barnaníðingur og nauðgari

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leikur enginn vafi á því að stórsöngvarinn Elvis Presley hafi brætt hjörtu margra. Arfleifð kóngsins í tónlistarheiminum er óumdeild og aðdáendahópur hans hefur um alla tíð verið dyggur.

Joel Williamson, rithöfundur og virtur sagnfræðingur, hefur nú kramið hjörtu ýmissa Elvis-aðdáenda en hann hermir að Presley hafi átt í ástarsamböndum við ógrynni af stúlkum undir lögaldri, allt frá því þegar söngvarinn var sjálfur 22 ára og undir lok. Fullyrðir rithöfundurinn að Elvis hafi verið „heltekinn af meydómi ungra stúlkna.“

Í bókinni sinni, Elvis Presley: A Southern Life, skrifar Williamson um líf söngvarans í tónleikaferðum og týnir saman sögur um ýmislegt sem gerðist á bak við lokaðar dyr. Segir Williamson að í þessum ferðalögum hafi Presley átt í nánum samböndum við þrjár fjórtán ára stúlkur og fleiri undir lögaldri. „Hann var mikið í því að fara með ungum stúlkum í koddaslag, kyssa þær og kitla,“ skrifar Williamson og tekur líka fram að Presley hafi átt í þekktu ástarsambandi við stúlku að nafni Dixie Locke. Þau stórsöngvarinn voru saman árin 1952 til 1955 og byrjuðu saman þegar hún var fimmtán ára gömul.

Williamson varpar einnig þeirri sprengju að Presley hafi færst í aukana í kvennamálunum þegar móðir hans, Gladys Presley, dó árið 1958. „Þar sem áður rann kynlífselfur var nú komið flóð,“ segir hann. „Frá þessu ári fram að dauða hans, varð hann alltaf að hafa konu eða stúlku með sér í rúminu.“

Á meðal þessara ungu stúlkna sem Elvis hreifst af var Priscilla Ann Wagner, sem þá var fjórtán ára. Hún giftist síðar söngvaranum og tók upp eftirnafn hans. Þau kynntust árið 1959 og hjónaband þeirra varði frá 1967 til 1973.

Þá rekur rithöfundurinn söguna af því þegar Priscilla flaug til Memphis í Tennessee til að flytja Elvis þær fréttir að nýr maður væri kominn í spilið hjá henni og að hún vildi skilnað. Í kjölfarið er söngvarinn sagður hafa orðið æfur og nauðgað Priscillu. „Þannig endaði ástarævintýri Elvis og Priscillu, með svívirðilegri nauðgun á makanum,“ skrifar Williamson.

Elvis með Priscillu. Þau giftu sig árið 1967.
Elvis og Dixie Locke. Þau byrjuðu saman þegar Dixie var fimmtán ára gömul.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“