fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Össur fordæmir níð um Íslandsvin: „Velti fyrir mér hvort aðstandendur hafi enga sómakennd?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2019 11:00

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fordæmir á Facebook-síðu sinni orðbragð andstæðinga þriðja orkupakkans. Hann segir að innan Facebook-hópsins Orkan okkar sé Carl Baudenbacher, sem dæmdi Íslendingum í vil í Icesave-málinu, uppnefndur og níðst á honum.

Líkt og hefur verið greint frá þá gerði Carl Baudenbacher, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn, greinargerð fyrir utanríkisráðuneytið vegna þriðja orkupakkans. Í henni er Ísland varað við því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans.

Össur segir að sumir andstæðinga pakkans sé ekki málefnalegir. „Á hinum grandvara þræði “Orkan okkar” sem stendur í mórölsku skjóli níu fyrrverandi ráðherra og var stofnaður af fyrrverandi þingmanni er m.a. sagt um Carl Baudenbacher (sem dæmdi Íslendingum í vil í Icesave-málinu) að hann sé “gerpi” og “senditík frá helvíti“,“ segir Össur.

Hann spyr hvort stjórnendur hópsins hafi enga sómakennd. „Eitt er að veita málefnalegri umræðu farveg – annað að vera talrör fyrir ofstæki og mannhatur. Ég velti fyrir mér hvort aðstandendur “Orkunnar okkar” hafi enga sómakennd?“

Í athugasemdum við færsluna taka flestir undir með Össuri og þar á meðal er yfirlýstur andstæðingur pakkans, Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Mér líkar ekki svona orðbragð. Tölum um málefnið með rökum og skynsemi. Ekkert hefur enn sannfært mig um að skipta um skoðun en ég ber fulla virðingu og já, kærleika til þeirra sem eru á annarri skoðun en ég. Íslandi allt,“ skrifar Geir Jón. Hann bætir svo við: „Ég á við það orðbragð sem frændi minn Össur bendir á í upphaf færslunnar. Ég hef ekki séð þetta sjálfur svo ég veit hver eða hverjir hafi haft uppi þetta orðbragð.“

Innan umrædds Facebook-hóps má þó finna enn verri ummæli um Baudenbacher en Össur nefnir. „Enn einn perrinn,“ segir til að mynda einn maður. Annar segir: „farðu heim nasisti“. Sá þriðji segir:„Glæpamenn eins og þessi bullukollur ætti að sitja í einangruðu.. neðanjarðar fangelsi í Andardikku“. Flestir eru þó málefnalegir þó þeir séu ósammála Baudenbacher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu