fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Runólfur fagnar fækkun bensínstöðva: „Það er enginn skortur á bensínstöðvum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær voru samþykktar meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.

Áður var stefnt á að ná fram slíkri fækkun fyrir árið 2030 en borgarráð ákvað að herða markmiðið og stefna fremur á árið 2025. Í stað bensínstöðvanna kemur íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi.  Runólfur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðareigenda, segist fagna þessu markmiði.

„Ég bara fagna því. Við höfum gagnrýnt það í áraraðir að hér er gríðarleg ofkrýning bensínútsölustaða og neytendur hafa verið að borga fyrir alltof mikinn fjölda í umhverfinu.“

Þannig þetta á eftir að skila sér jákvætt til neytenda?

„Við eigum nú eftir að sjá það en það ætti að gera það samkvæmt lögmálum hagfræði og viðskipta. Ég vona að það muni hafa þau áhrif til lengri tíma. En það er ekkert nema jákvætt við það að draga úr framboði bensínstöðva á þessu svæði. Það er enginn skortur á bensínstöðvum.“

Samkvæmt tilkynningu borgarráðs er fækkunin liður í loftslagsáætlun borgarinnar og hafa nú verið skilgreindir hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”