Isavia hafði krafið eiganda flugvélarinnar, bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC, um fjóra milljarða vegna skulda WOW air. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. ALC greiddi Isavia 87 milljónir vegna skulda sem tengjast þessari vél og hefur krafist þess að fá vélina afhenta en Isavia hefur ekki orðið við því. Nú hafa lögmenn ALC lýst skaðabótaábyrgð á hendur Isavia vegna þessa en þeir sendu Isavia bréf þessa efnis í gær.
Segja lögmenn ALC að tjónið nemi nú þegar tæplega 50 milljónum króna hið minnsta og bætist 1,8 milljónir við upphæðina á degi hverjum.