fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lýsa skaðabótaábyrgð á hendur Isavia vegna kyrrsetningar TF-GPA

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 08:15

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia kyrrsetti farþegaþotuna TF-GPA á Keflavíkurflugvelli í vetur vegna skuldar WOW air sem varð gjaldþrota í lok mars. Í síðustu viku komst héraðsdómur að þeirri niðurstöður að Isavia megi aðeins halda vélinni sem tryggingu fyrir skuldum sem WOW air stofnaði til vegna þessarar vélar en ekki vegna heildarskulda félagsins.

Isavia hafði krafið eiganda flugvélarinnar, bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC, um fjóra milljarða vegna skulda WOW air. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. ALC greiddi Isavia 87 milljónir vegna skulda sem tengjast þessari vél og hefur krafist þess að fá vélina afhenta en Isavia hefur ekki orðið við því. Nú hafa lögmenn ALC lýst skaðabótaábyrgð á hendur Isavia vegna þessa en þeir sendu Isavia bréf þessa efnis í gær.

Segja lögmenn ALC að tjónið nemi nú þegar tæplega 50 milljónum króna hið minnsta og bætist 1,8 milljónir við upphæðina á degi hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein