fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ert þú óheiðarlegur maki?

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. maí 2019 21:30

Ef þú ert sífellt að niðurlægja maka þinn fyrir framan aðra og gera lítið úr honum, þá sýnirðu sambandinu vanvirðingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk heyrir orðið framhjáhald hugsa flestir með sér að um sér að ræða kynferðislegt samneyti við annan en maka. Það er vissulega grófasta gerð framhjáhalds, en það er ýmislegt annað sem getur talist til svika við maka eða er að minnsta kosti á gráu svæði þegar kemur að tryggð. Þetta er kannski eitthvað sem sá sem stundar framhjáhaldið eða svikin áttar sig ekki á fyrr en honum er bent á það. En annað er augljóst, eins og lygar eða daður við vinnufélaga. Það getur verið gott að grípa í taumana áður en það er um seinan. Hér eru nokkur dæmi um hegðun sem telst vera á gráu svæði ef þú vilt vera trú/r maka þínum.

Leynileg sambönd

Flestir eiga í vinasamböndum við aðra en maka, enda er það í flestum tilfellum fullkomlega eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt. Stundum er um að ræða vinskap við fyrrverandi maka, vinnufélaga eða einfaldlega æskuvini sem við deilum okkar dýpstu leyndarmálum með. En um leið og þú ferð að laumast til að eiga í samskiptum við þessa einstaklinga, eða þér finnst einhver þeirra fullnægja tilfinningalegum þörfum þínum, þá er eitthvað að. Það er gott að spyrja sig hvort maður myndi haga sér alveg eins með viðkomandi ef makinn væri viðstaddur, og ef svarið er nei þá ertu líklega á hættusvæði.

Að fela peninga

Mörg pör eru með sameiginlega bankareikninga og því getur verið erfitt að fela eyðsluna. En þeir sem ætla sér að leyna makann í hvað peningarnir fara, þeir finna leiðir til þess. Peningamál valda allt að 70 prósent rifrilda á milli para og það er einfaldlega þannig að ef þú eyðir peningum í eitthvað og lýgur að maka þínum varðandi það, eða einfaldlega leynir meðvitað í hvað þú eyðir, þá er það ákveðin gerð af svikum.

Sífellt að kvarta yfir makanum

Auðvitað kemur það fyrir að við ræðum lesti maka okkar við annað fólk, sérstaklega vini. Og það er í góðu lagi að ræða slíkt ef það gerist stöku sinnum. En um leið og þú ert ítrekað að setja út á maka þinn við aðra, þá er eitthvað að. Að vera sífellt að tala um hvað þér finnst makinn latur, óaðlaðandi, leiðinlegur, ósanngjarn eða eitthvað í þeim dúr er ekki bara vanvirðing við hann heldur vakna þá líka upp spurningar af hverju þið eruð í sambandi yfir höfuð.

Niðurlægja fyrir framan aðra

Ef þú ert stanslaust að gera lítið úr maka þínum eða niðurlægja með kaldhæðnum athugasemdum og lélegu gríni fyrir framan aðra þá er líklegt að eitthvað sé að í sambandinu. Þetta er særandi þrátt fyrir að maki þinn reyni að bera sig vel. Með þessari hegðun ertu bókstaflega að segja að þú berir ekki virðingu fyrir sambandi ykkar.

Tilfinningalegur óheiðarleiki

Slík svik geta verið af ýmsum gerðum. Allt frá því að segjast vilja vera í sambandi með einhverjum sem þú ert ekki viss um að þú elskir, til þess að segjast vera sáttur við eitthvað þú ert ekki sáttur við. Að gera sér upp fullnægingu myndi falla undir slík svik. Ef þú gerir eitthvað eða segir eitthvað í samskiptum við maka þinn sem þú veist innst inni að þú ert ekki sátt/ur við, þá eru það óheiðarlegt.

Neita að ræða hlutina

Að neita eða nenna ekki að ræða mikilvæga hluti við makann er ekki bara ein gerð af svikum heldur er sambandinu í raun haldið í gíslingu á meðan ástandið er þannig.
Að vera sífellt að ræða mál úr fortíðinni sem þið bæði tölduð afgreidd skapar svipaða spennu í sambandinu og er aldrei til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.