fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Stuðningsmenn ÍR sakaðir um hommahatur – „Ættuð að skammast ykkar“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 3. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Kristinn Jónasson, annar meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub, deilir á Twitter myndbandi sem hefur farið eins og eldur um sinu um netheima. Á myndbandinu má sjá og heyra stuðningsmenn ÍR syngja :„Það eru hommar í KR“.

Fjórði leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Svo fór að KR vann og er staðan í einvíginu jöfn, 2-2. Oddaleikur í Vesturbænum á mörgum mun því skera úr um það hvort liðið verður Íslandsmeistari.

Myndbandið hefur líkt og fyrr segir vakið mjög hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur deilt myndbandinu eða skrifað athugasemd við færslu Arons Kristins. „10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni,“ skrifar til að mynda Atli Viðar.

Andrés Jakob segir ÍR-ingar ættu að skammast sín fyrir þennan níðsöng. „@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.“

Bæði ÍR og stuðningsmenn ÍR, GhettoHooligans, hafa beðist afsökunar á þessari hegðun. Að vísu harma stuðningmenn ÍR að myndbandið hafi litið dagsins ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið