Aron Kristinn Jónasson, annar meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub, deilir á Twitter myndbandi sem hefur farið eins og eldur um sinu um netheima. Á myndbandinu má sjá og heyra stuðningsmenn ÍR syngja :„Það eru hommar í KR“.
Fjórði leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Svo fór að KR vann og er staðan í einvíginu jöfn, 2-2. Oddaleikur í Vesturbænum á mörgum mun því skera úr um það hvort liðið verður Íslandsmeistari.
— aron kristinn (@aronkristinn) May 2, 2019
Myndbandið hefur líkt og fyrr segir vakið mjög hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur deilt myndbandinu eða skrifað athugasemd við færslu Arons Kristins. „10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni,“ skrifar til að mynda Atli Viðar.
Andrés Jakob segir ÍR-ingar ættu að skammast sín fyrir þennan níðsöng. „@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.“
Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari homophobiu í íþróttahreyfingunni. Ég vona að ÍR skíttapi þessu. https://t.co/jprGXxG7bM
— Hans Orri (@hanshatign) May 2, 2019
Er ekki alveg örugglega 2019. https://t.co/qO64JrMtB2
— Halldor Bogason (@doribje91) May 2, 2019
Hey @KRreykjavik, þið eruð víst orðnir meðlimir í klúbbnum hommar ?️?.
Bendi ykkur á að meðlimir þurfa að vera:
– Hugrakkir
– Kurteisir
– Sterkir
– Útsjónarsamir
– Duglegir
– Extra (allt)
– Hnittnir
– Vinalegir
– Heiðarlegir
– Leiðtogar
– Fabulous (duh)Velkomnir í hópinn ? https://t.co/osSPtz9EAp
— Jon K. Agustsson (@AgustssonJon) May 2, 2019
Bæði ÍR og stuðningsmenn ÍR, GhettoHooligans, hafa beðist afsökunar á þessari hegðun. Að vísu harma stuðningmenn ÍR að myndbandið hafi litið dagsins ljós.
Í kvöld birtist myndband úr herbergi Ghetto Hooligans sem endurspeglar á engan hátt gildi @IR_Korfubolti eða Ghetto Hooligans. Við sjáum eftir þessum söngvum og hörmum að þeir hafi litið dagsins ljós. Hlökkum til game 5. Áfram íslenskur Körfubolti #dominosdeildin #korfubolti
— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 2, 2019
Hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihluta hópa er ekki í okkar nafni. Körfuboltaleikir eru ekki vettvangur til að básúna hatri heldur á að vera staður sem blæs okkur yl í hjarta og sameinar okkur öll. #dominosdeildin #korfubolti
— IR Korfubolti (@IR_Korfubolti) May 3, 2019