fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ingibjörg deilir hræðilegri reynslu af Landspítalanum – „Sjónin var hjartakremjandi“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Ósk Elíasdóttir deilir á Facebook-síðu sinni hræðilegri reynslu hennar af geðheilbrigðiskerfi Íslands nú fyrir skömmu. Hún lýsir því hvernig ungur maður með geðrofssjúkdóm var vistaður í fangaklefa í stað þess að fá viðeigandi aðstoð. Færsla Ingibjargar hefur vakið þó nokkra athygli.

„VARÚÐ!! Saga sem enginn vil heyra. Síðustu 10 daga hef ég tvisvar hitt ungan mann sem ég veit að átti ömurlega æsku og fékk litla aðstoð, staddan fyrir utan geðdeild landspítalans, grenjandi um hjálp því hann var alvarlega veikur heyrandi raddir og með ofsjónir og ýmist annað í þeim dúr. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt. Hann hefur verið með geðrofssjúkdóm síðan hann var barnungur. Ræður ekkert við lífið né sjálfan sig,“

lýsir Ingibjörg.

Hún segist hafa rakist á þennan mann síðastliðinn mánudag:

„Rakst síðan á hann fyrr í kvöld grátandi, að reyna finna sér einhverskonar vímuefni, til dæmis pilsner úr sjoppunni, til að slökkva á röddunum; heimilislausan, svangan og grátandi. Ég tók hann persónulega sjálf niðrá slysó því sjónin var hjartakremjandi  og ég séð hann leita sér hjálpar svo lengi. Fyrir utan geðrof er hann með tourette og hótar fólki morði þegar hann fær túrette kast. Niðrá slýsó beið hann frammi og hótaði fólki í tourette kasti, og lamdi lúguna hjá starfsfólkinu inn,sem hljómar vissulega illa, en kvaldist á milli.“ 

Eina hjálpin var kaldur fangaklefi

Hún segir að hjálpin sem hann fékk var að senda hann í kaldan fangaklefa:

„Hjálpin sem hann fékk voru 5 lögregluþjónar sem meira að segja hótuðu mér að ég hefði verr af ef ég færi of nálægt til að kveðja. Frá þeim, ekki honum. Hjálpin sem ég gaf honum var kaldur klefi frá fólki með engan skilning í svona veikindum. Á morgun verður honum svo hent út um 11:00 eftir gagnslausa yfirheyrslu og verður enn hræddari við spítala og löggur. Sennilega betur staddur ef við bindum hann við staur og köllum hann Ingjaldsfíflið. Ef hann er svona hættulegur, af hverju er hann þá ekki að minnsta kosti í fangelsi, fyrst geðdeild vill ekki taka við honum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann