fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433

Wenger gagnrýnir hvernig Van Dijk var í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona er í frábærri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik gegn Liverpool á Nou Camp í gær.

Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur í undanúrslitum keppninnar en seinni viðureignin fer fram í Liverpool. Fyrsta mark leiksins gerði Luis Suarez fyrir heimamenn gegn sínum fyrrum félögum í Liverpool. Suarez potaði boltanum í netið eftir fallega sendingu Jordi Alba.

Í seinni hálfleik var röðin komin að Lionel Messi sem bætti við tveimur mörkum fyrir þá röndóttu. Seinna mark Messi var eitt af mörkum ársins en hann sneri boltann stórkostlega í markmannshorn Alisson Becker beint úr aukaspyrnu. Liverpool fékk dauðafæri til að laga stöðuna stuttu eftir mark Messi en inn vildi boltinn ekki og lokastaðan 3-0 á Nou Camp.

,,Þegar Barcelona kemst á síðasta þriðjung, þá hefur Barcelona mikil gæði,“ sagði Wenger.

Wenger gagnrýndi það hvernig Virgl van Dijk var í fyrsta markinu sem Suarez skoraði.

,,Það er áhugavert að skoða stöðuna á Van Dijk, hann tekur svæðið en hann ætti að fara með Suarez og koma í veg fyrir þetta.“

,,Varnarmaður með þessa hæfileika, hann leyfir honum að fara. Í byrjun er staða hans góð en hann neitar að hreyfa sig með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“