Barcelona vann frábæran sigur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið spilaði við Liverpool.
Liverpool heimsótti Barcelona í Meistaradeildinni en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Að venju var Lionel Messi allt í öllu hjá Barcelona og skoraði tvö mörk í sigrinum í kvöld.
Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, var staddur á Nou Camp á dögunum og varð vitni af því í hversu mikilli guðatölu Messi er í hjá stuðningsmönnum Barcelona.
Það taka nánast allir sig saman og syngja nafn Messi á leikjum liðsins og er ótrúlegt að hlusta á sönginn.
Myndbandið er ekki úr leik kvöldsins en Frans sá leik Barcelona í spænsku deildinni.
Þetta má sjá hér.
Var á Nou Camp á dögunum og það er GUÐDÓMLEGT að hlusta á 90.000 manns kyrja ‘Messi’. Sem Liverpool maður ber eg vissulega blendnar tilfinningar í kvöld. pic.twitter.com/0IHK4LlfK2
— Frans Elvarsson (@franselvars) 1 May 2019