fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Óli Kristjáns: Eins og hundleiðinlegt viðtal við golfara

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 1. maí 2019 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sá sína menn vinna góðan sigur í kvöld gegn Íslandsmeisturum Vals.

FH vann 2-1 sigur á Val á Hlíðarenda og sló Val um leið úr leik í Mjólkurbikarnum.

,,Þetta var kaflaskipt. Í fyrri hálfleik gerðum við frábærlega að halda boltanum og spila inn í holurnar og götin í Valsliðinu,“ sagði Ólafur.

,,Við náðum að stjórna tempóinu, við vorum bæði rólegir og fengum þá út að hlaupa til að brjótast í gegnum þá á köntunum.“

,,Við vörðumst vel, tókum hlaupin frá Gary í burtu. Við díluðum vel við djúpu sendingarnar frá Petry, Birkir Már, við héldum honum ágætlega í skefjum.“

,,Logi á svolítið stressaða hreinsun í þeirra marki og þá dettur boltinn út en þegar hann var niðri á jörðinni þá var það hættulegra en í loftinu.“

,,Þetta er ekkert statement öðruvísi en það að FH er búið að vera hér að keppa við Val og fleiri félög. Við höfum verið í smá öldudal og statementið er ekkert fyrir aðra en okkur sjálfa.“

,,Þetta er eins og hundleiðinlegt viðtal við golfara, það er næsta högg og næsta hola og þetta er bara þannig, til að setja saman sigra þarftu að vinna vel og taka næsta leik. Víkingar, það er okkar næsti leikur, þeir voru frábærir gegn Val og jafnvel betri en við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó