Guðmann Þórisson lék með liði FH í kvöld sem mætti Val í Mjólkurbikar karla á Origo-vellinum.
FH vann frábæran 2-1 sigur á Íslandsmeisturunum og er liðið komið í næstu umferð. Guðmann var ánægður með spilamennskuna.
,,Statement og ekki en við höfum byrjað helvíti vel. Eins og nokkrir eru að segja, það er smá af gamla FH komið,“ sagði Guðmann.
,,Menn eru farnir að verjast mjög vel. Við erum 98 prósent öruggir í vörninni allan leikinn, allt liðið.“
,,Það er kominn smá svona, ég má nú ekki segja tittlingur, það er komin smá harka í okkur sem hefur þurft.“
,,Þetta lítur hrikalega vel út en við getum ekki farið í næsta leik og skitið á okkur.“
Nánar er rætt við Guðmann hér fyrir neðan.