fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Þorsteinn J. er ekki sáttur: „Getur komið klukkan þrjú og þá ertu framarlega í röðinni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2019 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá sjaldan að mannskapurinn í Slippnum fær kvef og hálsbólgu, þá er erfiðara að fá tíma hjá heimilislækni á Íslandi en að panta fund eða plokk með Guðna forseta, alveg galið að það er aldrei rætt um gæði heilbrigðisþjónustunnar, sem er upp á 0,5 á richter, mælist eiginlega ekki.“

Þetta segir sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn góðkunni, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, í færslu á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur töluverða athygli. Þar fjallar hann um stöðu heilbrigðismála á Íslandi, augljóst er að Þorsteini þykir staðan ekki ýkja góð.

„Það er svo sjúkleg meðvirkni með því að það sé svo mikið að gera í heilbrigðiskerfinu og álag á starfsfólkinu, að það gleymist alveg að spyrja sjúklinga og almenna borgara hvernig þeim líki þjónustan. Því er fljótsvarað þegar kemur að heilsugæslunni: Þetta er klár hörmung því miður,“ segir Þorsteinn sem bendir svo á hvernig dæmigert samtal við heilsugæsluna í gegnum síma gæti hljómað.

„Já góðan dag, mig vantar tíma hjá heimilislækninum, er með hálsbólgu sjáðu….nei það er ekki laus tími hjá honum fyrr en í næstu viku eða eftir jól, þú getur komið á vaktina sem byrjar klukkan fjögur. Og er þá löng bið? Það er ómögulegt að segja, getur komið klukkan þrjú og þá ertu framarlega í röðinni…“

Þorsteinn spyr hvort ekki sé til lítils að byggja nýja „stalíníska“ Landsspítalabyggingu ef ekki er hægt að hækka laun starfsfólks sem hefur ekki undan, nú eða fjölga starfsfólki.

„Eða bara að leyfa einkaaðilum að opna heilbrigðissjoppur eins og hverja aðra heildsölu eða verslun með vörur og þjónustu og laga þetta bara? Annars eru allir bara að bíða eftir sumaruppbótinni hér á besta stað í bænum; flugmiði aðra leið í sólina og sýklalyf í gjafaumbúðum, svaladrykkir og hósamixtúrúr, blöðrur fyrir börnin einsog venjulega,“ segir Þorsteinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““