Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, lék með liðinu í gær í leik gegn Rennes í franska bikarnum.
Um var að ræða úrslitaleikinn sjálfan en Neymar skoraði seinna mark PSG í leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli.
Ekkert mark var svo skorað í framlengingunni og þurftu úrslitin að ráðast í vítakeppni.
Þar hafði Rennes betur en Christopher Nkuku klikkaði á síðustu spyrnu PSG og tap niðurstaðan.
Eftir leik þá var Neymar pirraður og er nú myndband í dreifingu þar sem má sjá hann slá stuðningsmann.
Neymar sló stuðningsmanninn í andlitið eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Neymar appears to hit a fan following PSG’s cup final defeat. pic.twitter.com/kdpGKmBcoz
— 90thMin ? (@90thMin) 28 April 2019