fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Rúnar Páll ósáttur: Algjör þvæla

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2019 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kvartaði yfir dómgæslunni í kvöld eftir leik við KR í Pepsi Max-deild karla.

Stjarnan var 1-0 yfir eftir fyrri hálfleik en fékk á sig vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik er Pálmi Rafn Pálmason féll í grasið.

Rúnar var ekki viss um hvort það hefði verið brot en er sannfærður um að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem var dæmd stuttu áður.

,,Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Algjörir yfirburðir bæði í fyrri og seinni hálfleik, við vorum óheppnir að skora ekki meira,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við fáum á okkur ódýrt mark, aðdragandinn var það allavegana. Brynjar Gauti fær á sig fríspark og það var algjör þvæla.“

,,Það er erfitt að spila gegn þéttri vörn en við notuðum fyrirgjafir og þeir voru þéttir. Beitir gerði mjög vel með að grípa inn í, það vantaði herslumuninn.“

,,Þeir fengu ekkert meira en þetta víti, gefins aukaspyrna sem skapar þetta víti er dýrt fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Í gær

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar