fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Rúnar Kristins: Grunaði ekki að hann væri að fara að dæma

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2019 22:04

Rúnar Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

KR spilaði manni færri frá 44. mínútu en Rúnar var helst ósáttur við hvernig hans menn mættu til leiks á Samsung völlinn.

,,Ég er ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur við stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann en komum vel inn í leikinn síðasta korterið en fáum svo á okkur mark og rautt spjald,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og menn byrjuðu að berjast og við náðum að hanga á vítaspyrnumarkinu. Við áttum ekki mörg upphlaup en það var gott að skora snemma og jafna þá þurftu þeir að koma á okkur.“

,,Þetta var frábært stig, Stjarnan er með frábært lið og annað árið í röð basically sama byrjunarlið. Þetta er erfiður útivöllur en við komum lélegir út í þetta. Smá sviðskrekkur.“

,,Ég sá ekki vítið sem við fengum, mig grunaði ekki að hann væri að fara að dæma en hann var nær þessu en ég.“

,,Ég tuðaði í fjórða dómaranum áður en hann sagði að dómarinn væri nær atvikinu svo ég er ekki hissa að hann hafi dæmt því hann er miklu nær en ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool
433Sport
Í gær

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn