Borussia Dortmund missteig sig í þýsku Bundesligunni í dag er liðið mætti Schalke á heimavelli.
Schalke vann 4-2 sigur á Dortmund en þeir Marco Reus og Marius Wolf fengu báðir rautt spjald hjá Dortmund í síðari hálfleik.
Fyrsta mark Schalke kom af vítapunktinum en Daniel Caligiuri skoraði þá fyrra mark sitt í leiknum.
Það var mikil reiði eftir leikinn að vítaspyrnan hafi verið dæmt og voru stjórar liðanna báðir sammála um að það hafi verið vitleysa að flauta.
,,Þetta er grín. Þetta er risastór skandall sem enginn vissi að myndi gerast,“ sagði Lucien Favre, stjóri Dortmund.
,,Hvað vilja þeir að gert sé? Eiga leikmenn að skera af sér hendurnar og hlaupa um án þeirra?“
Huub Stevens, þjálfari Schalke, var sammála Favre um að vítaspyrnudómurinn hafi verið rangur en dæmt var á hendi.
,,Það er viðbjóðslegt að við höfum fengið svona vítaspyrnu,“ sagði Stevens eftir leikinn.
,,Ég sagði við Favre að ég væri ekki ánægður. Mitt lið fékk þó svona ákvörðun á móti sér áður.“