Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur við sína menn eftir leik við HK í Pepsi Max-deildinni í dag.
FH var að hefja leik í deildinni eins og önnur lið og hafði að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu.
,,Við vorum að spila við nýliða. HK liðið er fínt lið, vel skipulagt og það var ánægjulegt að vinna leikinn,“ sagði Ólafur.
,,Það voru fínir taktar í liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik og tvö virkilega góð mörk.“
,,Það vantaði kannski aðeins meiri skerpu á síðasta þriðjung en annars var ég mjög ánægður með hvernig liðið kom.“
,,Þetta voru leikirnir í fyrra sem við vorum að ströggla með og við leystum það betur í dag.“
Nánar er rætt við Óla hér fyrir neðan.