fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Björn Daníel segir að hamborgarinn hafi hjálpað: ,,Kíkjum þarna aftur á morgun“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2019 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Daníel Sverrisson er mættur aftur heim til Íslands eftir nokkuð langa dvöl í atvinnumennsku.

Björn lék með FH í dag sem spilaði við HK í fyrstu umferð en FH-ingar unnu að lokum 2-0 heimasigur.

,,Þetta var gaman. Maður hefur saknað þess að spila í Krikanum, það er alltaf gaman að spila hérna,“ sagði Björn.

,,Þetta var ekkert fallegasti sigur í heimi en við unnum 2-0, héldum hreinu og fengum þrjú stig í fyrsta leik.“

Björn spilaði nokkuð aftarlega í leiknum í dag sem er hlutverk sem hann þekkir ágætlega.

,,Mér finnst gaman að fá boltann og ég missti hann sjaldan í þessum leik. Ég er örugglega einn af betri mönnunum með boltann í liðinu svo það er fínt þegar þeir láta mig hafa hann þegar ég vil fá hann.“

,,Maður talar nú íslensku í klefanum og þekkir flesta strákana. Þetta hefur liðið hraðar en ég bjóst við.“

Guðmann Þórisson og Björn skelltu sér út að borða á dögunum og fékk Björn sér piparostaborgara. Hann er viss um að það hafi hjálpað til.

,,Ég held það. Piparostaborgarinn hjá Pétri. Hann gaf manni extra orku í endann og ég held að við kíkjum þarna aftur á morgun í hádeginu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för