Lið ÍBV tapaði fyrsta leik sínum í Pepsi-deild karla í dag er liðið mætti Fylki á heimavelli.
Leikið var í Eyjum en ÍBV varð sér í raun til skammar í fyrstu umferð og tapaði 3-0 gegn Fylkismönnum.
Það er óhætt að segja að það séu ekki miklar væntingar gerðar til liðsins viðað við mætinguna í dag.
Aðeins rúmlega 200 manns gerðu sér leið á völlinn til að sjá ÍBV hefja leik á Íslandsmótinu.
Það eru hörmulegar tölur og þá sérstaklega miðað við að þetta var fyrsti leikur liðsins í sumar.
Stemningsleysið mun ekki hjálpa ÍBV ef þetta heldur áfram í sumar en liðið mun stefna að því að halda sér uppi um deild.
223 áhorfendur á ÍBV – Fylkir ? Svipað margir og eru á Lundanum á laugardagskvöldum #fotboltinet
— Gísli Þorkelsson (@gislithorkels) 27 April 2019