fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Skildi sofandi ungabarn eftir eitt úti í bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. apríl 2019 06:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fjögurleytið í gær var lögreglunni tilkynnt um að ungabarn hefði verið skilið eitt eftir úti í bíl. Þetta var í miðbænum. Bíllinn var að fara af stað þegar lögregla kom og ræddi við ökumanninn sem reyndist vera faðir barnsins. Faðirinn sagðist hafa verið frá í stutta stund meðan hann fór í hús þar nærri.  Ekkert virtist ama að barninu og voru ekki frekari afskipti.  Málið verður tilkynnt til Barnaverndar.

Þetta kom fram í dagbók lögreglunnar undir miðnættið í gærkvöld. Þar var meðal annars sagt frá því að um hálfsjöleytið í gærkvöld var brotist inn í íbúðarhúsnæði í hverfi 112, gluggi spenntur upp, farið inn og stolið verðmætum. Ekki var greint frekar frá málinu.

Um eitt-leytið í gærdag var tilkynnt um þjófnað / eignaspjöll í  iðnaðarhverfi í Kópavogi.  Búið var að bora göt á eldsneytisgeyma þriggja bíla og stela bensíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”