fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Óli Jó þarf ekki að halda öllum glöðum: ,,Þarf þess? Ég veit ekkert hvað þið eruð að tala um“

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ekki nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld eftir 3-3 jafntefli við Víking Reykjavík.

Valsmenn lentu þrisvar undir í leik kvöldsins en tókst að jafna í öll skiptin. Ólafur gat þó hrósað endurkomu liðsins.

,,Það er ágætt í sjálfu sér. Ég fagna því. Mér fannst við ekki nógu góðir í dag, við vorum undir á flestum stöðum,“ sagði Ólafur.

,,Við vorum undir í öllu, hugarfar manna var greinilega ekki rétt og menn komu ekki rétt stemmdir inn í þetta.“

,,Svona byrja mótin oft. Við göngum ekki frá neinum, það er ekki svoleiðis í fótbolta við verðum bara að halda haus í þessu.“

,,Við erum með stóran hóp og það eru bara 11 inná í einu og svo sjö varamenn, þetta vel ég bara.“

,,Þarf að halda öllum glöðum? Þarf þess? Ég hef aldrei talað um það, þið talið alltaf um það, ég veit ekkert hvað þið eruð að tala um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp