Manchester United á Englandi ætlaði að bjóða í varnarmanninn Virgil van Dijk á síðasta ári.
United hafði áhuga á að fá Van Dijk í janúar en hann yfirgaf þá Southampton fyrir Liverpool.
United vildi bíða með að leggja fram tilboð í Hollendinginn og hafði samband við Southampton of seint.
Þegar þeir tóku loks upp tólið var þeim tjáð að Van Dijl væri búinn í læknisskoðun á Anfield.
Van Dijk hefur verið frábær fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins fyrir 75 milljónir punda.
Jose Mourinho var á þessum tíma þjálfari United og er hann aðdáandi varnarmannsins.