Danny Rose, leikmaður enska landsliðsins, er brjálaður eftir ákvörðun UEFA sem tekin var í gær.
UEFA refsaði Svartfjallalandi fyrir kynþáttafordóma en Rose var á meðal þeirra sem fengu áreiti er liðin áttust við í undankeppni EM.
Áhorfendum hefur verið bannað að mæta á næsta heimaleik liðsins og var knattspyrnusambandið sektað um 20 þúsund evrur.
,,Þetta er ekki nógu hörð refsing svo að einhver læri af þessu fyrir framtíðina,“ sagði Rose.
,,Bara eins leiks bann og 20 þúsund evrur. Þetta er ótrúlegt en það er ekkert sem ég get gert í þessu núna.“
,,Ég vona bara að ég þurfi aldrei að spila þarna aftur. Það er skammarlegt að við séum á þessum stað í dag en ég þarf bara að halda áfram með lífið.“
,,Ég vil augljóslega ekki fara aftur þangað en ef ég þarf þess þá spila ég. Þetta er ekki ofarlega á lista yfir þá staði sem ég vil heimsækja.“