fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hóta að mæta ekki til leiks: Enginn fær borguð laun

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Bolton Wanderers hóta því nú að sleppa því að mæta í síðustu leiki ensku Championship-deildarinnar.

Gengi Bolton hefur verið mjög slakt á leiktíðinni og er liðið nú þegar fallið niður í þriðju deild.

Liðið á enn tvo leiki eftir gegn Brentford og Nottingham Forest en gæti sleppt því að spila þær viðureignir.

Leikmenn gáfu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir segjast ekki ætla að mæta ef þeir fá ekki borguð laun.

Bolton er í fjárhagsvandræðum en eigandi liðsins Ken Anderson hefur lengi reynt að selja en án árangurs.

Leikmennirnir hafa ekki fengið borguð laun síðan í febrúar og fimm starfsmenn hafa lent í því sama.

Þeir gætu því gefið þessa tvo leiki sem eru eftir nema að eigandi félagsins nái að greiða þau laun sem þarf að greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för