Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, er virkur á samskiptamiðlinum Twitter og er með þónokkra fylgjendur.
Albert er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Fylki en hann skrifaði undir samning við Fjölni fyrir tímabilið.
Albert er 33 ára gamall í dag en hann á PlayStation tölvu og er duglegur að spila á henni.
Framherjinn birti skemmtilegt myndband af sjálfum sér í kvöld þar sem hann fer yfir hvað hann gerir fyrir svefn á kvöldin.
Hann hugsar sinn gang snemma um kvöld áður en tölvuleikurinn tekur yfir og það á ansi skemmtilegan hátt.
,,Jæja Albert, þú ert 33 ára, nú er kominn tími til að þroskast. Selja þessa PlayStation tölvu, hætta þessu bulli, finna sér konu og haga mér eftir mínum aldri,“ byrjar Albert á að segja.
Stuttu seinna leikur hann eftir týpísku rifrildi á interninu. Sjón er sögu ríkari.
Circle of My life. pic.twitter.com/ZqZYVIjKOo
— Albert Ingason. (@Snjalli) 25 April 2019