Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, kom við sögu í leik liðsins gegn Manchester City í gær.
Sanchez kom inná sem varamaður í 2-0 tapi á Old Trafford en hann spilaði aðeins 12 mínútur í leiknum.
Sanchez hefur upplifað erfiða tíma hjá United síðan hann kom til félagsins frá Arsenal í byrjun síðasta árs.
Vængmaðurinn er launahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar en United gerði mikið til að tryggja hans þjónustu.
Samkvæmt enskum miðlum fékk Sanchez 75 þúsund pund fyrir að koma við sögu í leik gærdagsins.
Þrátt fyrir að hafa spilað 12 mínútur þá snerti Sanchez boltann aðeins einu sinni og bauð upp á lítið fram á við.
Umboðsmaður hans, Fernando Felicevich, setti klásúlu í samning leikmannsins þar sem hann fær borgað fyrir hvern einasta leik sem hann tekur þátt í.