Íslandsmeistarar Vals hefja leik í Pepsi Max deilda karla á morgun er liðið leikur við Víking Reykjavík.
Eins og á hverju sumri munu lið efstu deildar klæðast nýjum treyjum sem eru aðeins frábrugðnar þeim sem notaðar voru í fyrra.
Valur ákvað að fara aðeins skemmtilegri leið en aðrir og birti skemmtilegt myndband í dag af nýrri treyju liðsins.
Þar má sjá bæði heima og vara treyjurnar sem notaðar verða í sumar og hafa þær fengið góðar móttökur.
Valsmenn leggja metnað í að frumsýna búninginn eins og sjá má hér fyrir neðan.
Við kynnum Valsbúninginn 2019! #valurfotbolti #ksi #pepsimaxdeildin #fotboltinet #ruvithrottir #visirsport #macron #origo #bose pic.twitter.com/mNyJcBIXYP
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) 25 April 2019