fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Roy Keane hakkar Pogba og leikmenn United í sig: Eitthvað sem allir ættu að lesa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 21:23

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er skrefi nær því að vinna ensku úrvalsdeildina, annað árið í röð undir stjórn Pep Guardiola, eftir sigur á Manchester United. Öll hjól eru farin undan vagninum sem Ole Gunnar Solskjær, stýrir. Manchester United er í frjálsu falli.

Markalaust var í hálfleik en eftir ágætis byrjun Manchester United, var City sterkari aðilinn. Manchester United gaf hressilega eftir í síðari hálfleik og City gekk á lagið, Bernardo Silva skoraði fyrsta mark leiksins. Luke Shaw bakkaði frá honum og David De Gea gerði illa í markinu.

Leroy Sane bætti svo við eftir skyndisókn en aftur, var De Gea í markinu, slakur. 0-2 forysta City og sigurinn klár.

Roy Keane, fyrrum fyrirliði leiksins hjólaði í Paul Pogba og aðra leikmenn liðsins fyrir leik.

,,Pogba hefur hæfileika, en við erum að segja sama hlutinn aftur og aftur. Það er alltof oft sem hann nennir ekki að hlaupa í leikjum, hann er stórt vandamál United,“ sagði Keane.

,,Hann er einn af reyndari leikmönnum liðsins, spilað á stóru sviði og unnið titla. Hann leiðir liðið ekki áfram á góðu fordæmi. ekki miðað við það sem ég sé. Ég veit ekki hvernig hann er á æfingasvæðinu eða á ferðalögum, það sem ég sé er ekki gott. Hann talaði um líkamstjáningu og stolt fyrir leik, ég sé það ekki í frammistöðu hans. Augun mín ljúga ekki.“

Um leikmannahóp United, hafði Keane þetta að segja. ,,Ég horfi í ummæli leikmanna og þeir tala um að vera bara klárir í næsta leik, þú átt að vera klár í hvern einasta leik. Sama hvort þú spilir fyrir United eða Altrincham, þú átt að vera klár í hvenr einasta leik.“

,,Ég kaupi þetta ekki, þetta eru sömu leikmenn og hentu Mourinho undir rútuna, þeir munu gera það sama við Solskjær. Hlébarðar breytast ekki, það eru of margir þarna sem sigla fölsku flaggi, til að koma United á toppinn.“

,,Við erum að ræða um að United endi í fjórða sæti, það væri gott. Það segir allt um hversu hátt félagið hefur fallið innan og utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði