fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

Ora grænar baunir sagðar táknmynd „óhefts græðgiskapítalisma“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar þú kaupir Ora grænar baunir styður þú hin ríku í stéttastríði sínu gegn almenningi.“

Svo segir í texta frá Gulu vestunum á Facebook, mótmælasamtökunum sem berjast gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum. Tilefnið er hækkun ÍsAm á vörum sínum í kjölfar samþykktra kjarasamninga, sem reitt hafa marga til reiði.

Í textanum á Facebook segir:

„Áður en Guðbjörg Matthíasdóttir, kvótaynja frá Vestmannaeyjum, keypti Ora fyrir fimm árum höfðu grænu baunirnar frá Ora verið táknmynd hins gamla góða á Íslandi, ómissandi hluti máltíða sem ætlað er að vera nostalgískar, notalegar, hlýjar og hjartagóðar. Með yfirlýsingu Isam, eignarhaldsfélagi Guðbjargar, í kjölfar kjarasamninga eru Ora grænar baunir orðnar að táknmynd óhefts græðgiskapítalisma, frekju hinna ríku sem heimta ávallt að fá sinn væna arð út úr rekstrinum og neita að borga starfsfólki sínu laun sem duga fyrir framfærslu. Þegar þú kaupir Ora grænar baunir styður þú hin ríku í stéttastríði sínu gegn almenningi.“

Stendur við orð sín

Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM, sagði við Fréttablaðið í dag að fyrirtækið hygðist standa við boðaðar hækkanir á vörum sínum:

„Það hefur ekkert breyst þótt að samningarnir hafi verið samþykktir. Þetta var ekki hótun um það að það ætti að fella þá. Forsendur hafa ekki breyst við samþykkt samninganna.“

Hermann segir að verið sé að bregðast við auknum kostnaði og þessi leið sé farin í stað þess að fækka starfsfólki:

„Það er að hækka söluverðið eða hagræða. Hagræðingar enda á yfirleitt á einum stað, í fækkun starfsfólks og við höfum ekki viljað fara þá leið. Við erum búin að standa í miklum hagræðingaraðgerðum.“

Vörur frá Myllunni, Ora, Kexverksmiðjunni Frón og Kexverksmiðjunni, fyrirtækja í eigu ÍsAm, munu því hækka um 3,9 prósent á næstunni og allar innfluttar vörur fyrirtækisins um 1.9 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“