Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hætta með þá hefð að sigurlið enska bikarsins fái kampavín.
Í mörg hefur sigurliðið í úrslitum fengið kassa af kampavíni til að fagna sigrinum.
Málið hefur mikið verið rætt en leikmenn liða hafa mismunandi trú, hjá mörgum er áfengi ekki í boði vegna trúar.
Trúin flytur fjöll og hefur enska sambandið ákveðið að banna allt kampavín eftir leik, það verður því skálað í sódavatni í maí á þessu ári. Þá mætast Manchester City og Watford í úrslitum.
Ekki eru allir sáttir við þessa ákvörðun enska knattspyrnusambandsins. Kassi hefur beðið í klefa sigurvegarans eftir leiki, nú er það ekki í boði.
Þess í stað verður kampavín sem er ekki með áfengi í, sett í klefa sigurvegrans til að óska þeim til hamingju.