Stuðningsmenn Liverpool eru ekkert að fela það að þeir halda í fyrsta sinn á lífsleiðinni með Manchester United í kvöld. Liverpool þarf á greiða að halda frá sínum helstu andstæðingum, til að verða enskur meistari.
Manchester City fer aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á United í kvöld. Takist United að taka stig af City er Liverpool komið langt með að verða enskur meistari, i fyrsta sinn í 29 ár.
Heiðar Austmann, plötunsúður og útvarpsmaður er einn þeirra sem vonast eftir því að United vinni í kvöld og hann gengur ansi langt. ,,ATH þetta er ekki Facerape !!!,“ skrifar Heiðar á Facebook í dag.
Heiðar er að kalla eftir Manchester United treyju, hann ætlar að fara í hana ef ósk hans rætist í kvöld.
,,Er einhver hér sem hugsanlega getur lánað mér Man Utd treyju í large? Ef Man Utd tekur stig af City í kvöld mun ég klæðast Man Utd treyju allan fimmtudag og föstudag. Skal meira að segja taka upp myndband af mér að segja „ég elska Manchester United“ og pósta því á FB og Instagram. Já ég er desperate að City tapi stigum, hahah,“ skrifaði Heiðar.
Margir eru á sama máli og Heiðar og vona að City tapi stigum, einnig eru til stuðningsmenn United sem vona að lið sitt tapi í kvöld, svo að Heiðar Austmann og félagar geti ekki fagnað titli á næstu vikum.