Framherjinn Shane Long skráði sig í sögubækurnar í kvöld er Southampton mætti Watford.
Leikið er á heimavelli Watford í ensku úrvalsdeildinni og er staðan orðin 1-0 fyrir gestunum.
Það var Long sem skoraði markið sem er það fljótasta í sögu deildarinnar sem var stofnuð árið 1992.
Long skoraði eftir aðeins sjö sekúndur í kvöld og bæti met Ledley King sem hafði áður skorað eftir níu sekúndur.
Mögnuð byrjun á þessum leik en markið má sjá hér.
Shane Long has just scored the fastest goal in Premier League history at just 6 seconds! #long #SouthamptonFC #Fastest #PremierLeague #Watford #Football #ShaneLong pic.twitter.com/LnovR0gK1h
— Dale Jordan (@DaleTJordan) 23 April 2019