Roy Keane, fyrrum harðhaus Manchester United, reyndi að semja við egypska framherjann Mido árið 2006.
Keane var þá þjálfari Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en Mido lék með Tottenham og leitaði sér að nýju félagi.
Keane fór athyglisverða leið til að reyna að tryggja sér undirskrift Mido og er óhætt að segja að hún hafi ekki virkað.
,,Ég mætti á flugvöllinn í Newcastle. Hann kom og sótti mig á Range Rover, við fórum til Sunderland og hann ákvað að fara með mig á Pizza Express,“ sagði Mido.
,,Það kom mér á óvart hversu lítið hann hafði að segja. Vanalega þegar þú ferð í hádegismat þá reyniru að tala við leikmanninn og sannfæra hann um að skrifa undir en hann var mjög hljóðlátur.“
,,Ég vissi um leið að þetta samstarf myndi ekki ganga upp, að við myndum rífast á endanum. Hann talaði við mig en horfði upp í loftið frekar en í augun á mér.“