Shkodran Mustafi, leikmaður Arsenal verður einn af þeim leikmönnum sem Unai Emery reynir að selja frá Arsenal í sumar. Þetta segja ensk blöð.
Emery fær 45 milljónir punda frá Arsenal í leikmannakaup en allur hagnaður af sölum kemur svo að auki.
Emery vill því selja nokkrar stjörnur en Daily Mail segir að Mesut Ozil og Henrikh Mkhitaryan séu báðir til sölu.
Báðir eru með afar há laun en Özil þénar 350 þúsund pund á viku og Mkhitaryan er með 180 þúsund pund á viku.
Emery er einnig sagður hafa látið Carl Jenkinson og Mohamed Elneny vita, að þeir séu til sölu. Félagið hlusti á tilboð í þá.
Calum Chambers og David Ospina sem báðir eru á láni þessa stundina verða svo seldir ef ásættanlegt tilboð, kemur í þá.
Þá er Petr Cech að hætta og Aaron Ramsey fer frítt til Juventus. Þá er Danny Welbeck, meiddur og samnngslaus. Ekki er líklegt að hann fái nýjan samning.