Mo Salah, leikmaður Liverpool, var vonsvikinn í gær er hann lék með liðinu gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Salah tókst ekki að komast á blað í 2-0 sigri en þeir Georginio Wijnaldum og James Milner skoruðu.
Salah fiskaði vítaspyrnu undir lok leiksins í gær og var tilbúinn að stíga á punktinn og koma boltanum í netið.
Hann virtist hins vegar hafa gleymt því að James Milner var mættur inná en hann er vítaskytta liðsins.
Salah ætlaði sjálfur að fara á punktinn áður en Milner kom upp að honum og tók við boltanum.
,,Komdu með boltann,“ á Milner að hafa sagt við Salah sem reynir að vinna gullskóinn.
Eins og má sjá var Salah ansi svekktur eftir þessa ákvörðun Milner.
Not on from Milner… Mo Salah won it so he should have taken it. pic.twitter.com/DS5OgYWxTV
— Ahmad Yousef – Egyptian Players (@EgyptianPlayers) 21 April 2019