fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool elska það hvernig félagið gerði þetta: Ná fram hefndum gegn Barcelona

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. apríl 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru afar ángæðir með það hvernig félagið tæklaði hátt miðaverð hjá Barcelona.

Liðin mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, eftir tæpar tvær vikur á Nývangi.

Liverpool reyndi að fá Börsunga til að lækka miðaverðið fyrir leikinn á Nývangi, félaginu fannst það of hátt.

Þetta hafði Liverpool náð að gera í átta liða úrslitum gegn Porto en Börsungar tóku það ekki í mál. Barcelona mun því halda áfram að rukka 119 evrur á miðann, sama og félagið gerði gegn Manchester United.

Til að koma til móts við stuðningsmenn sína mun Liverpool einnig rukka 119 evrur, á stuðningsmenn Barcelona þegar þeir heimsækja Anfield. 31 evra af hverjum miða fer til stuðningsmanna Liverpool, sem fara á útileikinn.

Þannig nær félagið að lækka miðverðið á Nývangi með því að rukka stuðningsmenn meira en félagið hafði hugsað sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“