Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands fær frí sem hann hefði ekki kosið í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Hannes lét reka sig af velli í leiknum um meistara meistaranna sem nú fer fram. Markalaust er í hálfleik á leik Vals og Stjörnunnar.
Hannes var að spila sinn fyrsta keppnisleik með Val eftir heimkomu, hann fékk rauða spjaldið á 45 mínútu.
Markvörðurinn gerði sig sekan um mistök, missti knöttinn áður en hann braut á Þorsteini Má Ragnarssyni. Var hann réttilega rekinn af velli.
Hannes verður í banni gegn Víkingum á föstudag í næstu viku, Anton Ari Einarsson mun því standa í markinu.